Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

 

Helga

Helga er farin að sofa. Á morgun vaknar hún árinu eldri og skuluð þið fara inn á www.krokodilakonan.blogspot.com og láta hamingjuóskum rigna yfir hana. Ég ætla að gera það í eigin persónu.

Það er búið að vera rosalega gaman og gott að hafa Helgu hér hjá okkur. Arinze er mjög hrifinn af henni og gerir reglulega væmið "aaaaa" við hana. Því miður rignir of mikið hérna hjá okkur núna svo við getum ekki verið á fullu í túristaveseni en gerum þó okkar besta.

Myndin hér að neðan er tekin í Port Douglas (þar sem Steve Irwin dó) á þriðjudaginn. Helga á reyndar þessa mynd og ég er að sjálfsögðu að nota hana í leyfisleysi (enda Helga sofandi eins og fyrr hefur komið fram) en ég skammast mín ekkert fyrir það þar sem ég ýtti nú sjálf á takkann.Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?