Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

föstudagur, janúar 26, 2007

 

Afmælisbarn dagsins!1. árs gæinn á afmælisgjöfinni frá mömmunni og pabbanum. Helga kom svo með fullt af afmælisgjöfum frá fjölskyldunni og vinkonunum. Nú eigum við fullt af dvd, geisladiskum og bókum. Opnum kannski bara íslenskt bókasafn hér í Cairns. Í dag er svo þjóðhátíðardagurinn svo við og Helga förum niður í bæ en Okezie er að vinna. Svo er afmælisveisla á morgun. Ég er búin að baka köku sem snákur verður mótaður úr. Ef vel heppnast þá birtist hér væntanlega mynd. Ef mistekst þá verður aldrei aftur minnst á þetta...

Comments:
Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins. Hann er sko flottur á hjólinu pilturinn!
 
Innilega til hamingju með daginn!
 
Til lukku með prinsinn ykkar.
stórt knús frá okkur öllum

Heiða, Titti og ALdís Leoní
 
Knus og kossar til afmaelisdrengsins. Eg hef fulla tru a kokubaksturshaefileikum tinum!

fis
 
Halló elsku Þórhildur.

Ég fylgist líka með þér og sykursæta Arinze. Ég gæti étið hann upp til agna;) Til hamingju með afmælisstrákinn!
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?