Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

föstudagur, desember 08, 2006

 
Ég má til með að setja inn þessar nýju myndir af prinsinum. Annars er það helst í fréttum að hann fór í fyrsta sinn í leikskólann í gær. Það gekk svona og svona, hann saknaði mömmu sinnar náttúrulega soldið sko. En þetta venst allt og hann á örugglega eftir að njóta sín vel þarna. Hann verður bara einn dag í viku til að byrja með.

Nú eru gestaherbergin tilbúin og aldrei að vita nema ég taki nokkrar myndir þegar rúmfötin eru þurr og setji þá hingað inn. Helga hefur þá nógan tíma til að velja sér herbergi ;) og þið hin getið farið að skipuleggja ykkur..

Hvernig er það, finnst öllum 10 mánaða strákum leiðinlegt þegar mamma er í tölvunni? Verð ég að skella Siggu og Maríu og söngvaborg í tækið enn einu sinni? Kannski ég fari bara að sinna honum.

Þekkja móðursystur mínar þessa höku? Því miður sést ekki tönnin, ég verð að vinna í að ná mynd af henni (ath. við erum að tala um tönn í eintölu)


Í fyrsta húsinu


Sjómaður

Comments:

This article is interesting and useful. Thank you for sharing. And let me share an article about health that God willing will be very useful. Thank you :)

Obat Pereda Nyeri Dada Sebelah Kiri
Cara Menghilangkan ambeien/Wasir Secara Permanen
Pengobatan Alami & Efektif untuk Ginjal Bengkak

 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?