Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

laugardagur, ágúst 26, 2006

 
Þá erum við mæðginin komin úr sveitasælunni og verðum í borginni næstu þrjár vikurnar eða svo. Arinze er búinn að vera ofsalega góður á öllum þessum ferðalögum og hann brosir framan í hvern sem er og er alveg sama hver heldur á honum. Reyndar held ég að í gær hafi honum fundist nóg komið og við áttum ekkert skemmtilega nótt. Nú ætlum við bara að vera í rólegheitunum á Álagrandanum hjá Eyrúnu og tökum bara á móti þeim gestum sem vilja koma. Ég held það borgi sig ekkert að vera á miklu flakki með hann næstu dagana.

Tengdó var að fara aftur heim eftir vikudvöl. Það var mjög gott og gaman að hafa hana. Við fórum á helstu ferðamannastaðina, Gullfoss, Geysi og Hvammstanga. Nú er hún sumsé farin og ég farið að hugsa bara á einu tungumáli.

Hverjir verða í bænum í helgina? Endilega bjalla í mig...

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?