Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

þriðjudagur, júlí 11, 2006

 

Þett´er allt að koma...

Bara svona að láta ykkur vita hvað Arinze Tómas er duglegur strákur. Hann var að velta sér af bakinu yfir á magann í fyrsta sinn. Við misstum reyndar af fyrsta skiptinu, tókum bara eftir því að hann lá á maganum þegar ég hafði sett hann á bakið.

Það er náttúrulega langt síðan hann fór hina leiðina eða rétt þriggja mánaða gamall. Svo situr hann nokkuð vel í svona mínútu, ekki náttúrulega alveg sjálfur en í sófa eða uppi í rúmi. Hann ætlar að monta sig af þessu öllu fljótlega á Íslandinu...

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?