Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, júní 01, 2006

 
Þegar ég var unglingur þá sneri ég alltaf sólarhringnum við um jólin. Þá las ég bækur langt fram eftir nóttu og svaf svo framyfir hádegi. Í fyrrinótt var ég andvaka til 4 um morguninn. Hefði viljað getað sofið framyfir hádegi eins og í gamla daga en gat það ekki, fékk kannski svona 3-4 tíma svefn og sá svefn var einmitt truflaður af syninum. Ekki gaman að því. Í nótt bætti ég svosem alveg upp svefnleysið, svaf frá 10 til 10 með nokkrum vökupásum. Ég get því líklega ekki kennt svefnleysi um að hafa þvegið heila þvottavél án þess að setja fötin í hana. Þvottavélin er "toploader" og mér finnst oft vera leyfar af þvottaefni í fötunum svo ég hef tekið upp á því að setja hana í gang áður en fötin fara inn og svo þegar þvottaefnið er vel blandað vatninu hent fötunum í. Ekki í dag samt. Þvottavélin virðist hins vegar vera mjög hrein að innan.

Ég skrifaði nastí bréf til smiðanna minna og fékk þetta fína svar um að þeir ætluðu að ganga í málið og lofuðu að steypa grunninn 8. júní. Núna er mér eiginlega alveg sama um þetta því ég hlakka bara til að koma heim. Það verður líklega minna gaman á leiðinni þó þar sem flugið tekur alveg 25 tíma og það verður "áhugavert" að sjá hvernig litli maðurinn fílar það.

Vídeovélin er komin. Ekki sú sem við borguðum fyrir upphaflega heldur keyptum við aðra af öðrum aðila. Nú er búið að taka myndir af barninu í baði, að borða krukkumat í fyrsta skiptið, hlægja að mömmu sinni og skæla svo nú þarf ég að kynna mér hvernig ég set þetta á netið fyrir aðdáendaklúbbinn.

Nú held ég að litli kettlingurinn sé að vakna...

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?