Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

laugardagur, janúar 14, 2006

 
Síðasti dagurinn í vinnunni var á föstudaginn og nú verð ég í fullu starfi að bíða eftir fyrstu samdráttum! Ég var mjög fegin að klára í vinnunni enda bæði orðin þreytt á fullri vinnu og þreytt á að kenna konunni sem tók við af mér. Ég á samt örugglega eftir að sakna vinnunnar að mörgu leyti, alla vega morgunkaffisins og hádegishlésins... Það hefur verið dekstrað við mig þarna, afmæliskaffi á afmælinu mínu, tvær "babyshower", svo tóku nokkrar mig í kveðjulunch og svo á þriðjudaginn er kveðjupartý. Ég lofaði starfsfólki og vistmönnum að fyrsta heimsókn litla mannsins yrði að vera í vinnunna og mun ég að sjálfsögðu standa við það.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?