Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

 
Það fauk rosalega í mig í gær yfir "frétt" í sjónvarpinu hér í gær. Þannig var að amerískir hermenn björguðu barni með fæðingargalla í Írak og vippuðu því yfir til Ameríku til að fá rándýra meðferð. Þetta finnst mér ekki vera frétt, þetta er bara áróður. Góðu hermennirnir! Góði herinn að bjarga! Hvað eru þessir sömu hermenn búnir að valda dauða margra barna, eða gera mörg börn munaðarlaus? Fyrir utan spurninguna um hversu mörg börn í Ameríku fá enga meðferð vegna heilbrigðiskerfisins þar. Þetta finnst mér reyndar sýna siðblindu Bandaríkjamanna vel. Ég vona að fjölmiðlarnir heima hafi ekki fallið fyrir þessum áróðri og gert að frétt.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?