Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, desember 14, 2005

 

Óvænt baby shower

Ég er rétt að ná mér niður núna. Ég var að koma heim frá óvæntri "baby shower". Konurnar í vinnunni voru búnar að skipuleggja kvöld í einum klúbbnum með kínverskum mat og fullu borði af gjöfum handa mér og bumbubúanum. Það voru rúmlega tuttugu konur þarna og nú á ég fullt af allskonar barnadóti, teppum, samfellum, nærskyrtum, wraps, og meir að segja barnasápu og kremi og böngsum og ýmsu fleiru. Þær fengu Okezie í lið með sér. Hann lét mig halda að við værum á leiðinni á rúgbýkvöld. Ég ætlaði ekki að nenna með honum en druslaðist svo. Mig var reyndar farið að gruna að það væri eitthvað í gangi því hann dreif mig út áður en Friends var búið, lagði til að ég skipti um bol og svo sá ég bílinn hennar Sharonar sem er mín yfirmanneskja fyrir utan klúbbinn. Ég átti samt frekar von á að þetta væri snemmbúið kveðjupartý þar sem ég vissi að það væri búið að skipuleggja baby shower í byrjun janúar í vinnunni. En þetta var alveg yndislegt kvöld og ég trúi bara ekki öllum þessum gjöfum. Jólin komu snemma í ár!

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?