Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

föstudagur, desember 02, 2005

 

Dauðarefsing

Ég er algjörlega á móti dauðarefsingu, sama hvernig glæpur var framinn. Jú oft finnst manni að fólk sem fremur skelfilega glæpi eigi ekkert annað skilið en að deyja en ég er þó á þeirri skoðun að enginn, sama í hvaða stöðu hann er, sama hvaða upplýsingar hann hefur og svo framvegis eigi að geta tekið þá ákvörðun að deyða annan mann.

Hérna í Ástralíu er eitt málið búið að reka annað í fjölmiðlum síðan við komum hingað. Fyrst var það Schapelle Corby sem var tekin með stóran poka af hassi á flugvellinum í Balí. Hún fékk reyndar ekki dauðadóm en þarf að sitja inni í 20 ár eða svo. Flestir eru þó á þeirri skoðun að hún sé saklaus þar sem það meikar ekki mikinn sens að smygla dópi frá Ástralíu til Balí peningalega séð. Margir telja að hún hafi verið fórnarlamb smyglhrings og hassið hafi átt að fara frá Sydney til Brisbane en hafi verið sett í vitlausa tösku. Ef rétt er þá er það náttúrulega hræðilegt.

Svo voru það nímenningarnir sem voru teknir með heróín (ef ég man rétt, er ekki mjög fróð í dópmálum) innanklæða. Þar var ekki hægt að því við að þeir hafi ekki vitað af þessu. Hins vegar halda þau því fram að þeim hafi verið hótað lífláti og að fjölskyldurnar þeirra væru í hættu færu þau ekki með dópið frá Balí til Ástralíu. Þeirra óheppni felst aðallega í því að hafa verið tekin á Balí áður en þau fóru úr landi til Ástralíu. Þeirra bíður dauðadómur.

Í morgun var svo aftaka í Singapore. Þar var hengdur 25 ára strákur frá Melbourne. Hann reyndi að smygla heróíni til Singapore fyrir tveimur árum.

Hér vita allir hvaða refsing liggur við því að smygla dópi, eða reyndar bara hafa það undir höndum, í þessum löndum. Það veit því á hverju það á von sé því náð. Hvernig dettur þeim í hug að ætlast til að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að fá þau framseld eða fái dóma mildaða af því að þau eru áströlsk? Ef fólk er nógu heimskt til að láta verða af glæpnum þá verður það líka að geta tekið dómnum! Svo grætur fólk örlög þessa unga manns sem átti framtíðina fyrir sér bla bla bla. Ég er á móti dauðarefsingum en ég er líka jafn mikið á móti öllu dópi. Hvað heldur þetta fólk sem grætur örlög þeirra sem reyna að koma dópi í umferð að hefði orðið um þá sem hefðu keypt það hefði honum ekki verið náð? Og hvað mörg börn í Brasilíu (eða hvaðan sem dópið svo sem kom frá upprunalega) dóu við framleiðslu eða önnur þau stig sem nauðsynleg eru til að koma efninu frá framleiðanda til notanda?

Já eitt málið hefur rekið annað síðan við komum hingað og ég get sagt ykkur að mér gæti ekki staðið meira á sama um afdrif þessa fólks. Og þar sem fyrsta frétt er alltaf um þessa vitleysinga þá horfi ég nánast aldrei á ástralskar fréttir. Þá eru líka ekki-fréttirnar á mbl.is og visir.is skemmtilegri.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?