Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

laugardagur, desember 24, 2005

 

Aðfangadagur

Þá er lítið eftir af minnsta aðfangadegi í mínu lífi. Okezie vann til hálf eitt og eyddi ég morgninum í að undirbúa jólin. Bjó til salat og fleira, fór í almennilegt jólabað og talaði meir að segja við Helgu mína í símann.Um miðjan daginn horfðum við svo á jólamynd á dvd og fórum svo í kvöld í messu. Það er ástæða þessara skrifa. Ég fer ekki oft í messu. Fór síðast nauðug viljuð í messu á gamlárskvöld á Hvammstanga á síðasta ári. Ég fór aldrei í Englandi og í fyrsta sinn hér í Ástralíu í kvöld. Þó þetta eigi að vera sama kirkjan og þjóðkirkjan þá var athöfnin frekar öðruvísi. Fæstir voru uppáklæddir (reyndar eru Ástralir með eindæmum frjálslyndir í klæðaburði) og presturinn spilaði á orgelið þegar það átti við og enginn var kórinn. Það var því undir söfnuðnum komið að halda lagi. Eins og heima þurftum við reyndar að standa upp og setjast niður oftar en kasóléttri konu fellur í geð. Svo kom að því að taka við sakramenti. Ég hef ekki gert það síðan á fermingu og gugnaði næstum á því. Fannst ekki geðslegt að drekka úr sama kaleik og allir hinir. Svo kom að því og af útliti prestsins að dæma og olnbogaskoti frá Okezie var greinilegt að ég var að gera eitthvað vitlaust. Vissuð þið að maður á að halda höndunum á vissan hátt? Ég nefnilega vissi það ekkert og horfði bara eins og álka á prestinn. Frekar vandræðalegt. Ég passaði mig svo bara á því að tala við hann eftirá svo hann vissi örugglega að ég væri útlendingur... Hér borðar fólk líkama Krists og drekkur blóðið á hverjum sunnudegi. Mig minnir hins vegar að við "gerum" það bara á páskum heima. Kannski er það vitleysa í mér. En alla vega, nú ættu jólin að fara að koma.

Comments:
Cajole casinos? sieve this late-model [url=http://www.realcazinoz.com]casino[/url] handbook and wing it degrade online casino games like slots, blackjack, roulette, baccarat and more at www.realcazinoz.com .
you can also into our unused [url=http://freecasinogames2010.webs.com]casino[/url] clean off through supervision of at http://freecasinogames2010.webs.com and attainment onto chief spondulix !
another late-model [url=http://www.ttittancasino.com]casino spiele[/url] purlieus is www.ttittancasino.com , in fast sod german gamblers, scion in manumitted online casino bonus.
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?