Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

 

Ef ég væri ekki svona hégómafull...

þá hefði ég látið Okezie taka mynd af mér núna áðan og sett hana á netið. En þar sem ég fíla ekkert sérstaklega myndir af mér með rauðar kinnar, klesst hár og svitabletti hér og þar þá missið þið af því. Hér fór hitinn upp í 39 gráður í dag og sannkallað brókarveður (Héðinn alltaf velkominn!). Loftkælingin er ekkert sérlega hrifin af hitanum heldur og blæs því bara heitu lofti. Ég sat því fyrir framan nýjastu bestu vinkonuna og lét hana blása köldu framan í mig þangað til ég var komin með augnþurrk. Ennþá er hægt að bæta við 10 gráðum þegar það verður heitast. Lovely...

Annars er það helst í fréttum að við erum búin með alla peningana okkar, búin að borga fyrir lóðina og kaupa bíl. Jamm. Það þýðir ekkert annað í þessum hita, ég er að gefast upp á að labba í vinnuna og heim. Um helgina sækjum við því silfurgráan Alfa Romeo 2002. Ægilega fínn.

Fleira var það ekki enda ekki mikil orka í svona pikkerí.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?