Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, september 15, 2005

 

Alvöru rojaltí


Getur það verið að Hið konunglega fjelag sem önnur systra minna hefur einhvern skrýtinn titil í hafi misst af brúðkaupi ársins? Þessar venjulegu evrópsku konungsfjölskyldur eiga ekki séns í þau Jordan og Peter Andre. Þau eru meira barbí en Barbie og Ken. Styttur á brúðartertum ættu að vera gerð með þau í huga. Fyrir þá sem hafa ekki haft aðgang að skyldulesningu eins og OK, Hello og News of the World (uppáhaldinu mínu) þá get ég t.d. sagt ykkur að Peter Andre söng "Mysterious Girl" og stóð í læk ber að ofan með magavöðva dauðans í myndbandinu. Flestir strákar ættu að kannast alla vega við tútturnar á henni Jordan/Katie Price, Victoria Beckham söng "Who let the dogs out" þegar Jordan kom í partý, Jordan á son með Dwight Yorke og hefur held ég líka sofið hjá 90% frægra manna í Bretlandi, t.d. Fat Frankie Lampard. Það þótti einkar ósmekklegt þegar hún afsveinaði Gareth Gates, litla strákinn sem var í öðru sæti í allra fyrsta Idolinu, þessi sem stamaði. Hún var gengin 6 mánuði með fyrra barnið þá. Að sjálfsögðu seldu þau OK réttinn á myndatökum í brúðkaupinu sem var allt bleikt. Þau hjónakorn kynntust líka fyrir framan alheiminn, í raunveruleikaþætti sem kallast "I´m a celebrity, get me out of here". Hún dissaði hann framan af enda trúlofuð öðrum en svo fóru töfrar klígjunnar að virka.

Skyldi ég fá inngöngu í Hið konunglega fjelag ef ég gerist fréttaritari fjelagsins af fræga fólkinu? Já og eitt enn, ég setti myndina af Jordan og Peter á desktop-inn. Posted by Picasa

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?