Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

þriðjudagur, september 20, 2005

 

Af hátíðarhöldum

Sambýlingurinn varð árinu eldri í gær. Að því tilefni fékk hann ekkert í afmælisgjöf ef frá er talið eitt snickers. Eitt Snickers er kannski ekki mjög rausnarlegt þegar skoðað er hvað hann gaf mér á mínu afmæli en svona er það, síðan þá hafa útgjöldin hlaðist á okkur í formi lóðakaupa og reyndar annarra fyrirsjáanlegra útgjalda líka. En í dag fann ég loksins eitthvað handa honum í þessu krummaskuði, keypti skáktölvu. Hann tefldi nefnilega við stórmeistara Ragnar Karl í síðasta fríi og hafði gaman af - en þótti verra að eiga ekki séns í að vinna. Nú getur hann æft sig og má stórmeistarinn fara að vara sig.

Skáktölvuna fann ég í nýopnaðri búð hér á staðnum. Reyndar á það nú reyndar að vera meira apótek og þar með vinnustaður sambýlingsins en búð. Er samt meir búð þar sem þau selja ýmsa gjafavöru og svo er meir að segja ísbúð. Staðarbúar eru hæstánægðir með nýju "búðina".

Ég missti af hátíðarhöldum í tilefni af 85 ára afmæli Ömmu Gullu um síðustu helgi. Er búin að sjá myndir og sé að ég hef misst af góðu geimi. Í staðinn fór ég íklædd rúgbýfötum í vinnuna og hjálpaði til við að setja upp fína skemmtun þar. Footie Tipping Competition Presentation var það, vistmennirnir hafa keppt í að tippa á leiki í Rúgbý og var komið að leikslokum. Það var bara þónokkuð gaman, t.d. voru klappstýrur úr hópi vistmanna og þessi líka fíni matur. Jamm, maður er orðinn svona integrated inn í þetta samfélag, er farinn að gefa vinnuna sína. Suss.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?