Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

sunnudagur, júlí 17, 2005

 

Jól í júlí

Þar sem það er orðið of langt um liðið frá kaupstaðarferðinni þá sleppi ég bara að segja ferðasögu... Í stuttu máli þá keypti ég fullt af fötum og fór í bíó. Fórum á War of the Worlds sem ömurleg og Madagaskar sem var skemmtileg - þó sofnaði ég smá. Já og svo get ég líka sagt ykkur að verri ökumaður en ég hefði líklega náð að keyra á kengúrurnar tvær sem skoppuðu svo skemmtilega rétt fyrir framan bílinn. Ég náði þó að bremsa og bölva rækilega.

Annars er það helst að frétta af mér að ég er á fullu að skipuleggja jól í júlí. Það er fjáröflunarskemmtun sem við höldum 30. júlí en við erum að safna fyrir rútu í vinnunni. Já ég veit, voða spennandi vinnan mín...eh. Það verður jólahlaðborð og rokk skemmtun. Raffle og lottó. Ég er búin að vera á fullu í grafísku hönnuninni á veggspjöldum og aðgöngumiðum o.þ.h. Þetta ætti að verða hin besta skemmtun.

Það er svo skemmtilega sveitó að labba í vinnuna hér. Oftar en ekki heyrist hanagal frá einhverju húsinu, ég labba framhjá þremur kindum í girðingu og svo eru fuglarnir endalaust skemmtilegir. Ég verð að fara að ganga með myndavélina á mér til að sanna litina á þeim. Þetta eru alls konar páfagaukar, t.d. dökk grænir með rauðu, gulu og meir að segja bláu í sér. Magnað hreint. Ekki eins magnað af hafa þrjá hunda elta sig í vinnuna. Ekki fyrir mig alla vega sem hef alltaf verið skíthrædd við alla hunda nema reynda Tönju sálugu hennar Ásdísar. Við vorum vinkonur. Svo er líka hundur í vinnunni sem vildi svo gjarna verða vinkona mín en ég dissa hana bara og klappa ekki.

Annars bara allt í gúddí...

Comments:
V
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?