Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

sunnudagur, júlí 17, 2005

 

Ammæli

Já í dag er afmælið mitt - og reyndar ýmissa annarra, t.d. hafa tvær skólasystur mínar komið börnum í heiminn þennan dag mér til heiðurs. Takk fyrir það.

Ég er mjög hress með daginn eftir afmælismóral síðustu þriggja ára. Leiðin liggur ekki lengur niður á við, nei nei. Svo fékk ég líka svo fína afmælisgjöf frá sambýlingnum. Ferðalag í fjóra daga til Singapúr og svo fjóra daga til Bangkok. Förum eftir tæpan mánuð. Fékk líka undraverðan mixara sem gerir allt og ýmislegt smotterí. Þegar hann kemur heim úr vinnunni ætlum við líka á Copper City Motel sem eldar besta mat í heimi - og það eru ekki einu sinni ýkjur.

Svo fékk ég líka pakka frá mömmunni meðal annars með suðusúkkulaði og súkkulaði rúsínum. Ég er alveg með súkkulaðiskegg hringinn eftir það. Namm namm.

Og ekki spillti fyrir að fá afmælisköku í vinnunni. Algjör prinsessa.

Hlakka til allra afmæla hér eftir... :)

Comments:
Hæ sæta!

Soldið skondið... ég er með afmælisdaginn þinn skrifaðann fyrir framan nefið á mér hér í vinnunni en gleymdi SAMT að skrifa inná bloggið þitt í gær :o( Í morgun, hinsvegar ákvað ég að labba í vinnuna... á göngu minni sá ég svo konu hinumeginn við veginn sem minnti mig einmitt svo á þig. (eða réttara sagt fékk hún mig til að hugsa... já svona verður Þórhildur örugglega þegar hún verður ófrísk??) því hún var einmitt með standandi kúlu útí loftið ;o) og auðvitað leiddi eitt af öðru.... FUCK.. ég gleymdi að skrifa inná bloggið hennar... Allavega. innilega til hamingju með daginn ELSKU Þórhildur mín.

1000 kossar
Heiða
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?