Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, apríl 28, 2005

 

Kim Larsen og Matta

Ég sá á netinu að Kim Larsen, danski söngvarinn, er á leiðinni til Íslands til að skemmta landsmönnum. Hefur víst ekki komið til landsins í 20 ár sem er bara til að minna mig á að aldurinn færist yfir. "Ég man fyrir 20 árum..." er nefnilega ekki vinsæl setning í mínum huga. En ég man sem sagt þegar Kim Larsen kom síðast.

Nú Kim Larsen er náttúrulega Dani eins og flestir vita en ég held hins vegar að þó hún Matta mín byggi í Danmörku til endaloka veraldar þá yrði hún aldrei Dani. Hún er þar stödd í námi eins og lesa má á þessu bloggi
Ég þekkti Möttu hins vegar EKKI fyrir 20 árum, held við séum bara búnar að vera vinkonur í 12 ár. Það eru trúlega ekki mörg leyndarmálin sem við vitum ekki um hvor aðra og við höfum nánast gengið í gegnum þessi 12 ár saman. Betri vinkonu er ekki hægt að hugsa sér sem sést reyndar á því að fólk er búið að þekkja hana í 5 mínútur þegar það fer að eigna sér hana. Ég held að allir sem lesa bloggið mitt þekki reyndar alveg Möttu og þurfi ekkert að lesa ástarbréf frá mér til hennar en hún heimtaði að ég skrifaði eitthvað fallegt um sig um daginn þegar við vorum að spjalla á msn og var svo að reka á eftir því núna áðan. Við tölum reyndar saman flesta daga á msn, það má nefnilega treysta á að næturdrottningin sé í tölvunni um tvö að nóttu að hennar tíma - svona tilvalið fyrir mig að borða morgunmat og spjalla við hana. Ég ætla að reyna að finna einhvern kúreka hér í Cobar sem er ekki alveg "inbread" svo ég geti flutt hana inn og leikið við hana. En mér þykir alveg rosalega vænt um Möttu mína og er þakklát fyrir að eiga hana að vinkonu!

Allavega, ætla nú ekki að hafa þetta lengra bili. Þetta var nú svona smá útúrdúr frá Cobarfréttum...

Já eitt enn, er ekki óþarfi af rósarunnum að stinga þann sem er að taka til í beðinu hjá þeim? -Bless, Bree.

Comments:
Vá takk fyrir falleg orð, min skat! Þetta var aldeilis, vona að ég sé ekki dauðvona samt, þú verður að spara e-h fyrir minningargreinina!
En já ég get tekið undir að þessi 12 ár (eru það virkilega bara 12, finnst ég hafa þekkt þig alla ævi) hefðu verið litlausari og miklu leiðinlegri án þín og ég er svo heppin að eiga þig sem vinkonu.
Þú ert bara allt allt allt of langt í burtu. Til að stytta fjarðlægðina hef ég horft héðan upp í himinninn á sömu stjörnur og þú og hugsaði til þín (sérstaklega Karlsvagninn) en þegar betur er að gáð er msn-ið kannski betri tjáningarleið..þá getur þú allavega svarað.
Finnst svo ósköp vænt um þig elsku Þórhildur mín, hlakka til að koma í heimsókn og knúsa þig.
PS. Ég vil leyfa mér að gera aaathugasemd, ég bað Þórhildi ekki um að blogga um mig, þetta var allt öðruvísi í raunveruleikanum, en þið sem lesið þetta þekkið hana og vitið að hún á það til að skreyta frásögnina!!!
Matta
 
ég? Skreyta frásögn? Nei nei, í mesta lagi ýki ég aðeins. Það var kominn tími á að segja eitthvað fallegt um þig greyið mitt...
 
Þetta er náttúrulega bara svindl!
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?