Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

þriðjudagur, mars 08, 2005

 

Fyrsta manudinn...

erum vid í Blue Mountains, 70 km frá Sydney. Vid fáum ad vera í stóru húsi vid ánna Nepean. Umhverfid er yndislegt, pálmatré og ýmis onnur tré í gardinum sem og sundlaug og fiskapollur. Svo er líka Husky hundur sem bara sefur eda liggur hreyfingarlaus í gardinum. Eigendur hússins búa í naesta húsi hjá foreldri annars theirra. Thad er ekki gott. Thau eiga thad nefnilega til ad koma á hverjum degi ad ná í geisladiska, wok ponnu o.s.frv. Svo koma thau oft a dag í bakgardinn til ad ná í hundinn. Ekki mikid um labb á naríunum á nedri haedinni, svo mikid er víst. Thau eru samt ágaet, vid bara skiljum thau eiginlega aldrei. Smá galli.

Ég hoppadi haed mina thegar ég vissi af sundlauginni. Ég hef ekki enn farid í hana samt og býst ekki vid thví hédan af. Madur veit nefnilega aldrei hvers konar kvikindi leynast thar. Jordin er alltaf á hreyfingu. Thad eru endalausir maurar úti, ekki inni samt. Hingad til erum vid búin ad veida tvaer kongulaer (tel ekki med thessa litlu graenu sem var í sturtu med mér, ég skvetti bara á hana vatni og sá ekki meir thar sem ég var ekki med gleraugun) og svo einn stór kakkalakki. Okezie fannst hann ekki stór, mér fannst hann stór. Ég held ad Eyrúnu systur minni finnist kakkalakkar skemmtilegir, alla vega tha hlo hun mikid i simann thegar eg uppgotvadi naerveru hans og kalladi a Okezie mer til hjalpar. En eg aetla ad komast yfir alla svona hraedslu, af naudsyn meira en vilja tho. Ja, gleymdi naestum thvi ad minnast a gardedlurnar. Thaer eru samt svo litlar ad thad tekur thvi varla ad segja fra theim, nema ef thaer koma vid mig tha skal eg lata ykkur vita.

Comments:
erum vid í Blue Mountains, 70 km frá Sydney. Vid fáum ad vera í stóru húsi vid ánna Nepean. Umhverfid er yndislegt, pálmatré og ýmis onnur tré í gardinum sem og sundlaug og fiskapollur. Svo er líka Husky hundur sem bara sefur eda liggur hreyfingarlaus í gardinum. Eigendur hússins búa í naesta húsi hjá foreldri annars theirra.
buy stitched pakistani suits online
pakistani lawn suits stitched
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?