mánudagur, júní 25, 2007
Montblogg
Nú bara verð ég að koma með eitt montblogg með Arinze í aðalhlutverki. Hann er næstum því 17 mánaða og alltaf að læra eitthvað nýtt og bæta við í orðaforðann. Það er nú ekki langt síðan hann fór að segja "mamma" en síðan það kom er það eitt ofnotaðasta orð í mannkynssögunni. Hann segir líka "dadda" fyrir pabbi/daddy, loka, takk, datt, og svo eru ýmis orð sem hann hermir eftir en hljóma kannski ekkert mjög nærri lagi.
En svo er alveg brandari að horfa á hann horfa á DVD diskana sína. Hann á 3 Söngvaborg t.d. og dansar og syngur með. Hann snýr sér í marga hringi þegar Fugladansinn er sunginn og svo er best þegar Sveppi syngur prumpulagið. Fyrst spyr Sveppi hvort einhver hafi prumpað í dag og minn maður réttir samviskusamlega upp hönd. Svo purrar hann og lyftir upp annarri löppinni í prumpuköflunum. Masi og eðludansinn er líka vinsæll en þá hoppar hann (eins og hann getur, fer upp á tær meira), snýr sér í hringi og hristir sig. Hann á líka tvo Wiggles diska og hreyfir sig, veifar og klappar alveg á réttum stöðum.
Nú er kappinn með hita svo það er ekkert sérstaklega skemmtilegt hjá okkur. Það virðist hins vegar vera það eina sem amar að honum svo ekki er það nú mjög slæmt. Og börn lyfjafræðinga þurfa ekki að kveljast.
Arinze fer alltaf einu sinni í viku í leikskólann og finnst gaman og er mjög góður þar. Neðri vörin titrar alltaf þegar pabbi hans fer en svo er allt búið. Þegar pabbi hans fer í vinnuna eða ég í skólann vinkar hann bara og segir bæ. En svo sárnar honum þvílíkt þegar við lokum klósettdyrunum á hann. Hann er óþekkur að borða venjulegan mat en borðar mikið af því sem er honum þóknanlegt. Fyrir utan þetta er hann er algjört draumabarn sefur frá 7-7 og í tvo til þrjá tíma á daginn líka. En núna vælir draumabarnið á mömmu sína, er búinn að borða kvöldmatinn og á að fara í bað. Nóg af monti að sinni.
En svo er alveg brandari að horfa á hann horfa á DVD diskana sína. Hann á 3 Söngvaborg t.d. og dansar og syngur með. Hann snýr sér í marga hringi þegar Fugladansinn er sunginn og svo er best þegar Sveppi syngur prumpulagið. Fyrst spyr Sveppi hvort einhver hafi prumpað í dag og minn maður réttir samviskusamlega upp hönd. Svo purrar hann og lyftir upp annarri löppinni í prumpuköflunum. Masi og eðludansinn er líka vinsæll en þá hoppar hann (eins og hann getur, fer upp á tær meira), snýr sér í hringi og hristir sig. Hann á líka tvo Wiggles diska og hreyfir sig, veifar og klappar alveg á réttum stöðum.
Nú er kappinn með hita svo það er ekkert sérstaklega skemmtilegt hjá okkur. Það virðist hins vegar vera það eina sem amar að honum svo ekki er það nú mjög slæmt. Og börn lyfjafræðinga þurfa ekki að kveljast.
Arinze fer alltaf einu sinni í viku í leikskólann og finnst gaman og er mjög góður þar. Neðri vörin titrar alltaf þegar pabbi hans fer en svo er allt búið. Þegar pabbi hans fer í vinnuna eða ég í skólann vinkar hann bara og segir bæ. En svo sárnar honum þvílíkt þegar við lokum klósettdyrunum á hann. Hann er óþekkur að borða venjulegan mat en borðar mikið af því sem er honum þóknanlegt. Fyrir utan þetta er hann er algjört draumabarn sefur frá 7-7 og í tvo til þrjá tíma á daginn líka. En núna vælir draumabarnið á mömmu sína, er búinn að borða kvöldmatinn og á að fara í bað. Nóg af monti að sinni.
Og í buxum af mömmu sinni, væntanlega heimasaumaðar af SK
mánudagur, júní 18, 2007
Nöldur, kveðja og kynfrétt
Nú er ég að draga upp hálfkláraða/hálfbyrjaða ritgerð sem ég þarf að rumpa af. Lagði hana frá mér þar sem ég var í prófi í síðustu viku og svo að byrja nýjan kúrs um síðustu helgi en nú er bara eiginlega ekki hægt að fresta lengur. Vandamálið er hins vegar það að mig langar alveg gríðarlega til að þrífa ísskápinn. Finnst það bara varla geta beðið lengur. Munið þetta sem ég skrifaði um búrskápinn um daginn. Well, sama leiðinlega fagið...
Langt á milli blogga, ég veit, ég veit. En það er nú góð ástæða fyrir því að blogga í dag þar sem hin mæta merkisfrú Sigríður móðir mín á afmæli í dag. Er búin að óska henni til lukku þó henni fyndist ég eitthvað snemma í því. Tímamismunurinn.
Ég fór í sónar í síðustu viku þar sem var tilkynnt að lítil lady væri á leiðinni. Það er stuð. Mamma hans Okezie var alsæl yfir þeim fréttum enda nærri 30 ár síðan lítil stelpa var í fjölskyldunni. Svo fékk hún 3 syni og 2 dóttur/sonarsyni. Held að kella eigi eftir að sleppa sér í barnafatakaupum. Ég get hvatt hana áfram í því með því að senda myndir af stelpunni í Arinzestrákafötum. Það fyndist henni örugglega ómögulegt.
Jæja, nú er ég búin að slóra nóg. Á að nýta tímann betur meðan prinsinn sefur. Prinsinn sem bæðevei fór loksins að segja mamma og segir núna varla annað. Ég er samt ekki komin með leið á því ;)
Hérna er svo ein af afmælisbarninu með litla lukkutröllið síðan haustið 2006 þegar við vorum í heimsókninni.
|
Langt á milli blogga, ég veit, ég veit. En það er nú góð ástæða fyrir því að blogga í dag þar sem hin mæta merkisfrú Sigríður móðir mín á afmæli í dag. Er búin að óska henni til lukku þó henni fyndist ég eitthvað snemma í því. Tímamismunurinn.
Ég fór í sónar í síðustu viku þar sem var tilkynnt að lítil lady væri á leiðinni. Það er stuð. Mamma hans Okezie var alsæl yfir þeim fréttum enda nærri 30 ár síðan lítil stelpa var í fjölskyldunni. Svo fékk hún 3 syni og 2 dóttur/sonarsyni. Held að kella eigi eftir að sleppa sér í barnafatakaupum. Ég get hvatt hana áfram í því með því að senda myndir af stelpunni í Arinzestrákafötum. Það fyndist henni örugglega ómögulegt.
Jæja, nú er ég búin að slóra nóg. Á að nýta tímann betur meðan prinsinn sefur. Prinsinn sem bæðevei fór loksins að segja mamma og segir núna varla annað. Ég er samt ekki komin með leið á því ;)
Hérna er svo ein af afmælisbarninu með litla lukkutröllið síðan haustið 2006 þegar við vorum í heimsókninni.