miðvikudagur, apríl 26, 2006
Þriggja mánaða
Litli kallinn minn er þriggja mánaða í dag. Hann er ógurlega mikill kútur og alveg bara hið besta barn. Í dag tók hann í fyrsta skipti dót í hendurnar. Hingað til hefur hann bara slegið í það. Núna vissi hann alveg hvað hann var að gera, horfði einbeittur á hringluna sem er í kerrunni og tók utan um hana með báðum höndum.
Hann er bara Íslendingur eins og er. Hann fékk vegabréf núna um daginn. Hér er mynd af litla Íslendingnum, að sjálfsögðu í ullarnærskyrtu og sokkabuxum þökk sé ömmu Siggu.
Annars brosir hann bara nánast allan daginn og er aðeins að reyna að hlægja líka. Mamman er náttúrulega bæði brosleg og hlægileg, sérstaklega þegar hún syngur íslensku lögin. Það verður ekki langt til að hann hefur vit á því að gráta frekar þegar móðirin hefur upp raust sína og heimta þá frekar Siggu Beinteins og Maríu (eða 50cents ef hann fer að vilja pabbans).
Hann er enn að halda soldið vöku fyrir mér á nóttunni. Eða hann heldur kannski ekki vöku fyrir mér en hann vekur mig oft nokkrum sinnum á hverri nóttu. Það getur verið ansi þreytandi en svo hverfur öll þreytan um leið og hann spreðar einu sætu brosi. Læt fylgja með eina nýja brosmynd.
Þessar myndir og fleiri eru komnar inn á barnalandssíðuna hans Arinze.
|
Hann er bara Íslendingur eins og er. Hann fékk vegabréf núna um daginn. Hér er mynd af litla Íslendingnum, að sjálfsögðu í ullarnærskyrtu og sokkabuxum þökk sé ömmu Siggu.
Annars brosir hann bara nánast allan daginn og er aðeins að reyna að hlægja líka. Mamman er náttúrulega bæði brosleg og hlægileg, sérstaklega þegar hún syngur íslensku lögin. Það verður ekki langt til að hann hefur vit á því að gráta frekar þegar móðirin hefur upp raust sína og heimta þá frekar Siggu Beinteins og Maríu (eða 50cents ef hann fer að vilja pabbans).
Hann er enn að halda soldið vöku fyrir mér á nóttunni. Eða hann heldur kannski ekki vöku fyrir mér en hann vekur mig oft nokkrum sinnum á hverri nóttu. Það getur verið ansi þreytandi en svo hverfur öll þreytan um leið og hann spreðar einu sætu brosi. Læt fylgja með eina nýja brosmynd.
Þessar myndir og fleiri eru komnar inn á barnalandssíðuna hans Arinze.
sunnudagur, apríl 23, 2006
23. apríl
Í dag missi ég af fermingu og fermingarveislu Þórdísar Bjargar! Til hamingju með daginn Þórdís mín.
Og síðustu 42 árin hefur þessi dagur líka verið afmælisdagur stóra bróður. Til hamingju með það Raggi Kalli minn.
Við Ástralirnir verðum með ykkur í anda og fáum okkur eitthvað sætt í gogginn svona bara til að vera með...
|
Og síðustu 42 árin hefur þessi dagur líka verið afmælisdagur stóra bróður. Til hamingju með það Raggi Kalli minn.
Við Ástralirnir verðum með ykkur í anda og fáum okkur eitthvað sætt í gogginn svona bara til að vera með...
sunnudagur, apríl 16, 2006
Ég er búin að vera í mikilli blogglægð undanfarið. Nenni bara alls ekki að skrifa neitt enda snýst líf mitt að sjálfsögðu bara um bleiuskiptingar, næturgjafir og þess háttar. Það gengur mjög vel með Arinze, hann er algjör engill. Hann hjalar og brosir og skríkir alveg stöðugt nema þá þegar ég er eitthvað að stoppa í göngutúrunum. Svo var hann mjög óhress með að þurfa að kaupa í matinn með mér um daginn, algjör karlmaður sem sagt. Nokkrum dögum seinna labbaði ég hins vegar með hann í BabyBirninum og fékk heimsendingu. Hann steinsvaf allan tímann svo það er líklega sú málamiðlun sem við munum nota í framtíðinni. Það er líka hin besta æfing fyrir rass og læri þar sem ég þarf að beygja mig rétt til að ná í hluti úr neðstu hillu o.þ.h. Talandi um æfingu þá er ég komin á fullt í að losa mig við barnaspikið. Ég fékk lánað þrekhjól sem ég fer á á hverjum degi núna.
Nú meira af prinsinum, hann er að "smakka á heiminum"-skeiði núna. Það er ekki nóg að setja einn putta upp í munn, það er helst allur hnefinn, já og hvað sem kemur nálægt munninum. Við erum búin að setja hann soldið á magann undanfarið og þetta er að koma hjá honum. Ég ætlaði að setja slatta af myndum inn á barnalandið en þá er eitthvað að því svo ég set bara nokkrar hérna:
Tala við pabba sinn
Hann heldur alveg höfði núna - eða svona nánast alveg.
Það er soldið kalt í húsinu okkar á kvöldin og snemma á morgnanna svo minn maður fær að vera vel dúðaður. Reyndar er hann ekki mikið fyrir húfur, allavega ekki þröngar húfur, og kinkar þá kolli og ranghvolfir augunum til að losna við hana.
Páskarnir hafa gengið rólega fyrir sig eins og aðrar hátíðir síðan við komum hingað. Ég fékk reyndar eitt páskaegg sem var ljúffengt að sjálfsögðu þó það væri nú ekki íslenskt. Við höfum bara haft það náðugt. Okezie náttúrulega í fríi sem er mjög gott, sérstaklega þar sem hann vaknar mjög snemma og tekur þá Arinze fram og ég fæ extra svefn í friði og ró. Það veitir ekki af því þar sem við Arinze vöknum nokkrum sinnum á hverri nóttu.
Jæja þetta er orðið ágætt, ég set inn fleiri myndir þegar barnalandið leyfir mér.
|
Nú meira af prinsinum, hann er að "smakka á heiminum"-skeiði núna. Það er ekki nóg að setja einn putta upp í munn, það er helst allur hnefinn, já og hvað sem kemur nálægt munninum. Við erum búin að setja hann soldið á magann undanfarið og þetta er að koma hjá honum. Ég ætlaði að setja slatta af myndum inn á barnalandið en þá er eitthvað að því svo ég set bara nokkrar hérna:
Tala við pabba sinn
Hann heldur alveg höfði núna - eða svona nánast alveg.
Það er soldið kalt í húsinu okkar á kvöldin og snemma á morgnanna svo minn maður fær að vera vel dúðaður. Reyndar er hann ekki mikið fyrir húfur, allavega ekki þröngar húfur, og kinkar þá kolli og ranghvolfir augunum til að losna við hana.
Páskarnir hafa gengið rólega fyrir sig eins og aðrar hátíðir síðan við komum hingað. Ég fékk reyndar eitt páskaegg sem var ljúffengt að sjálfsögðu þó það væri nú ekki íslenskt. Við höfum bara haft það náðugt. Okezie náttúrulega í fríi sem er mjög gott, sérstaklega þar sem hann vaknar mjög snemma og tekur þá Arinze fram og ég fæ extra svefn í friði og ró. Það veitir ekki af því þar sem við Arinze vöknum nokkrum sinnum á hverri nóttu.
Jæja þetta er orðið ágætt, ég set inn fleiri myndir þegar barnalandið leyfir mér.