Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, janúar 04, 2007

 

Sjálfsvorkunn og aumingjaskapur.

Það hefur greinilega gleymst að óska mér heilsusamlegs nýs árs. Allt árið, já frá nýárskvöldi, er ég búin að eiga svo hræðilega ógurlega bágt. Hiti, beinverkir, höfuðverkur og hálsbólga, s.s. allir heimsins kvillar í einu. Sem betur fer er Okezie búinn að vera í fríi þessa daga því ég átti ekkert alltof gott með að elta lítinn snöggan ólátabelg milli herbergja. Nú hefði sko verið gott að vera með hjúkrunarkonu. Var ég annars búin að nefna það að ofurhjúkrunarkonan Die Helga er að koma eftir bara svona tvær vikur. Þá verður sko kátt í höllinni.

Það var eitthvað meira sem ég ætlaði að deila með ykkur sem ég man ekki núna. Ég er nefnilega föst í böndum takmarkana í augnablikinu. Ef ég er á internetinu utan off-peak þá verður netið hjá mér köttað niður í 28kbps alveg fram í miðjan mánuðinn. Er sem sagt nærri farin yfirum. En nú ætla ég að bryðja nokkrar parasetamól beint frá mínum einka dópsala og skríða undir sæng. Það er það eina sem virkar...

Comments:
Láttu þér batna darling!

Heiða
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?